Óskarinn – besta erlenda myndin
•Nú líður að því að velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2015. Íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar eru á bilinu 1. október 2013 til 30. september 2014 koma til greina í valið á bestu erlendu myndinni, auk þess sem framleiðendur myndanna samþykkja að þær séu undir í þessu vali. Þær myndir sem akademíumeðlimir kjósa um í ár eru í stafrósröð:
- Harry & Heimir: Morð eru til alls fyrst
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson
Handrit: Sigurður Sigurjónsson | Örn Árnason | Karl Ágúst Úlfsson
Framleiðandi: Skúli Malmquist – Zik Zak Kvikmyndir - Málmhaus
Leikstjóri: Ragnar Bragason
Handrit: Ragnar Bragason
Framleiðendur: Árni Fillippusson og Davíð Óskar Ólafsson – Mystery Ísland ehf. - París norðursins
Leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson
Handrit: Huldar Breiðfjörð
Framleiðendur: Sindri Páll Kjartansson | Thor Sigurjonsson – Kjartansson og Zik Zak Kvikmyndir - Vonarstræti
Leikstjóri: Baldvin Zophoníasson
Handrit: Birgir Örn Steinarsson | Baldvin Zophoníasson
Framleiðendur: Júlíus Kemp | Ingvar Þórðarson – Kvikmyndafélag Íslands ehf.
Eins og fyrri ár eru það meðlimir íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA, sem kjósa um íslenska framlagið. Kosningin er rafræn og fer fram dagana 12.-22. september.
Þeir félagsmenn í ÍKSA sem þegar hafa greitt félagsgjöldin fyrir árið 2014 eða munu greiða félagsgjöldin fyrir 10. september næstkomandi, eru á kjörskrá og fá senda rafræna kjörseðla á netfangið sitt. Athugið að greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum ÍKSA voru sendir í heimabanka allra félagsmanna í byrjun árs með eindaga 10. september.
Vinsamlegast munið eftir því að láta ÍKSA vita ef þið skiptið um netfang svo hægt sé að senda ykkur viðeigandi upplýsingar og kjörseðla. Við hvetjum fólk til að skrá sín persónulegu netföng hjá okkur fremur en vinnunetföng sem vilja breytast ört. Allar upplýsingar um breytt netföng skal senda á eddan@eddan.is