Tilnefningar tilkynntar

by Anonymouson Edduverðlaunin, FréttirFebruary 4thhas no comments yet!

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlauna á blaðamannafundi í Bíó Paradís 3. febrúar, sjá tilnefningarnar hér að neðan.

28 manns í fjórum valnefndum (valnefnd um leikið efni, sjónvarpsefni, heimildamyndir og fagverðlaunanefnd) sáu um að velja tilnefningar úr innsendum verkum en alls voru 108 verk send inn í Edduna í ár.

Rafræn kosning Akademíumeðlima á milli tilnefndra verka hófst svo 5. febrúar og stóð til 16. febrúar.

Edduverðlaunahátíðin sjálf fer fram í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 21. febrúar og er sjónvarpað beint og í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða veittar alls 25 Eddustyttur til þeirra einstaklinga sem þykja skara fram úr í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransanum.

Barna- og unglingaefni
Stattu með þér! – Elinóra
Stundin okkar – RÚV
Ævar vísindamaður – RÚV

Brellur
Bjarki Guðjónsson – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Jón Már Gunnarsson – Hraunið
Nicolas Heluani – Orðbragð

Búningar
Brynhildur Þórðardóttir – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Margrét Einarsdóttir – Vonarstræti
Margrét Einarsdóttir og Eva Vala Guðjónsdóttir – París norðursins

Frétta- eða viðtalsþáttur
Brautryðjendur – RÚV
Brestir – Stöð 2
Kastljós – RÚV
Landinn – RÚV
Málið – Majestic Productions

Gervi
Helga Sjöfn Kjartansdóttir – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Vonarstræti
Ragna Fossberg – Áramótaskaup 2014

Handrit
Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti
Bragi Valdimar Skúlason, Brynja Þorgeirsdóttir og Konráð Pálmason – Orðbragð
Huldar Breiðfjörð – París norðursins

Heimildamynd
Höggið – Elf Films
Ó borg mín borg Chicago – Þetta líf. Þetta líf
Salóme – Skarkali

Hljóð
Gunnar Árnason – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Huldar Freyr Arnarsson – París norðursins
Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson – Vonarstræti

Klipping
Kristján Loðmfjörð – París norðursins
Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti
Valdís Óskarsdóttir og Sigurður Eyþórsson – Hemma

Kvikmynd
Borgríki 2: Blóð hraustra manna – Poppoli
París norðursins – Kjartansson og Zik Zak
Vonarstræti – Kvikmyndafélag Íslands

Kvikmyndataka
Bjarni Felix Bjarnason og Gunnar Heiðar – Borgríki 2: Blóð hraustra manna
Magni Ágústsson – París norðursins
Jóhann Máni Jóhannsson – Vonarstræti

Leikari í aðalhlutverki
Björn Thors – París norðursins
Sigurður Sigurjónsson – Afinn
Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti

Leikari í aukahlutverki
Helgi Björnsson- París norðursins
Jón Páll Eyjólfsson – Hraunið
Magnús Jónsson – Grafir & bein

Leikið sjónvarpsefni
Hraunið – Pegasus
Hreinn Skjöldur – Hláturskast og Bentlehem
Stelpurnar – Sagafilm

Leikkona í aðalhlutverki
Hera Hilmarsdóttir – Vonarstræti
Nína Dögg Filippusdóttir – Grafir & bein
Ólafía Hrönn Jónsdóttir – Ó, blessuð vertu sumarsól

Leikkona í aukahlutverki
Katla Margrét Þorgeirsdóttir – Stelpurnar
Nanna Kristín Magnúsdóttir – París norðursins
Sólveig Arnarsdóttir – Hraunið

Leikmynd
Gunnar Pálsson – Vonarstræti
Hálfdán Lárus Pedersen – París norðursins
Linda Stefánsdóttir – Ártún

Leikstjórn
Baldvin Z – Vonarstræti
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson – París norðursins
Maximilian Hult – Hemma

Lífsstílsþáttur
Biggest loser – Sagafilm
Gulli byggir – Gunnlaugur Helgason og Stöð 2
Hið blómlega bú – Búdrýgindi
Hæpið – RÚV
Nautnir norðursins – Sagafilm

Menningarþáttur
Djöflaeyjan – RÚV
Inndjúpið – RÚV
Með okkar augum – Sagafilm
Útúrdúr – RÚV
Vesturfarar – RÚV

Sjónvarpsmaður
Bogi Ágústsson
Brynja Þorgeirsdóttir
Hilda Jana Gísladóttir
Logi Bergmann
Unnsteinn Manúel Stefánsson

Skemmtiþáttur
Andri á Færeyjaflandri – Stórveldið
Hraðfréttir – RÚV
Ísland got talent – RVK Studios og Stöð 2
Logi – Stöð 2
Orðbragð – RÚV

Stuttmynd
Hjónabandssæla – Dórundur og Sagafilm
Sjö bátar – Masterplan Pictures og Join Motion Pictures
Sub Rosa – Klikk productions

Tónlist
Barði Jóhannsson – De Toutes Nos Forces (e. The Finishers)
Ólafur Arnalds – Vonarstræti
Svavar Pétur Eysteinsson – París norðursins