Tilnefningar til Eddunnar 2016

by Anonymouson UncategorizedFebruary 15thhas no comments yet!

Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlaunanna 2016 á blaðamannafundi í Bíó Paradís 10. febrúar. Hér að neðan má sjá öll tilnefnd verk og einstaklinga.

Akademíumeðlimir fá nú skoðunaraðgang að öllum tilnefndum verkum og í kjölfarið verður opnað fyrir kosningu um tilnefningarnar. Kosningin hefst mánudaginn 15. febrúar og lýkur 22. febrúar.

Eddan 2016, uppskeruhátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA), verður svo haldin hátíðleg sunnudagskvöldið 28. febrúar á hótel Hilton Reykjavík Nordica. Hátíðinni verður sjónvarpað beint á alls fjórum sjónvarpsstöðvum samtímis, þ.e. SkjáEinum, Hringbraut, N4 og RÚV.

Tilnefningar 2016

Barna- og unglingaefni
Klukkur um jól – Hreyfimyndasmiðjan
Krakkafréttir – RÚV
Ævar vísindamaður – RÚV

Brellur
Alexander Schepelern, Cristian Predut og Eggert Ketilsson – Hrútar
Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX – Ófærð
Eggert Baldvinsson, Haukur Karlsson og Jón Már Gunnarsson – Þrestir

Búningar
Eva Vala Guðjónsdóttir – Réttur
Helga Rós V. Hannam – Fúsi
Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir – Hrútar

Frétta- eða viðtalsþáttur
Kastljós – RÚV
Landinn – RÚV
Orka landsins – N4
Við öll – PIPAR\TBWA
Þú ert hér – RÚV

Gervi
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir – Fúsi
Heba Þórisdóttir – Ant Man
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Hrútar

Handrit
Andri Óttarsson og Þorleifur Örn Arnarsson – Réttur
Björn Hlynur Haraldsson – Blóðberg
Dagur Kári – Fúsi
Grímur Hákonarson – Hrútar
Rúnar Rúnarsson – Þrestir

Heimildamynd
Hvað er svona merkilegt við það? – Krumma films
Popp og rokksaga Íslands. Fyrri hluti – Markell
Sjóndeildarhringur – Firnindi
Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum – IRI
Trend beacons / Tískuvitar – Markell

Hljóð
Gunnar Óskarsson – Þrestir
Huldar Freyr Arnarson og Björn Viktorsson – Hrútar
Ingvar Lundberg og Kjartan Kjartansson – Fúsi

Klipping
Andri Steinn Guðjónsson, Olivier Bugge Coutté og Dagur Kári – Fúsi
Jacob Secher Schulsinger – Þrestir
Kristján Loðmfjörð – Hrútar

Kvikmynd
Fúsi – Sögn og RVK Studios
Hrútar – Netop Films
Þrestir – Nimbus Iceland og Pegasus

Kvikmyndataka
Rasmus Videbæk – Fúsi
Sophia Olsson – Þrestir
Sturla Brandth Grøvlen – Hrútar

Leikari í aðalhlutverki
Atli Óskar Fjalarsson – Þrestir
Gunnar Jónsson – Fúsi
Sigurður Sigurjónsson – Hrútar

Leikari í aukahlutverki
Arnar Jónsson – Réttur
Baltasar Breki Samper – Ófærð
Ingvar E. Sigurðsson – Þrestir
Theodór Júlíusson – Hrútar
Víkingur Kristjánsson – Bakk

Leikið sjónvarpsefni
Blóðberg – Vesturport
Réttur – Sagafilm
Ófærð – RVK Studios

Leikkona í aðalhlutverki
Harpa Arnardóttir – Blóðberg
Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir – Regnbogapartý
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir – Réttur

Leikkona í aukahlutverki
Arndís Hrönn Egilsdóttir – Þrestir
Birna Rún Eiríksdóttir – Réttur
Halldóra Geirharðsdóttir – Réttur
Kristbjörg Kjeld – Þrestir
Margrét Helga Jóhannsdóttir – Fúsi

Leikmynd
Bjarni Massi Sigurbjörnsson – Hrútar
Hálfdan Pedersen – Fúsi
Sveinn Viðar Hjartarson – Réttur

Leikstjórn
Dagur Kári – Fúsi
Grímur Hákonarson – Hrútar
Rúnar Rúnarsson – Þrestir

Lífsstílsþáttur
Atvinnumennirnir okkar 2 – Stórveldið
Ferð til fjár – Sagafilm
Hið blómlega bú – Búdrýgindi
Hæpið – RÚV
Ævar vísindamaður – RÚV

Menningarþáttur
Að sunnan – Sigva media og N4
Kiljan – RÚV
Með okkar augum – Sagafilm
Toppstöðin – Sagafilm
Öldin hennar – Sagafilm

Sjónvarpsmaður
Gísli Marteinn Baldursson
Helgi Seljan
Katrín Ásmundsdóttir
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Ævar Þór Benediktsson

Skemmtiþáttur
Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár – RÚV
Drekasvæðið – Stórveldið
Hindurvitni – Ísaland Pictures
Hraðfréttir – RÚV
Þetta er bara Spaug… stofan – RÚV

Stuttmynd
Gone – Wonderfilms
Regnbogapartý – Askja Films, Sagafilm, Ares Films og Booruffle Films
Þú og ég – Vintage Pictures

Tónlist
Atli Örvarsson – Hrútar
Georg Hólm, Orri Páll Dýrason, Hilmar Örn Hilmarsson og Kjartan Dagur Hólm – The Show of Shows
Hilmar Örn Hilmarsson – Nöldurseggurinn
Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers – Ófærð
Slowblow, Dagur Kári og Orri Jónsson – Fúsi