Eddan 2017

by Anonymouson UncategorizedFebruary 26thhas no comments yet!

 

Kvikmyndin Hjartasteinn sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2017 sem haldin var í kvöld og fékk alls níu verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu.

Besti leikari var valinn Blær Hinriksson fyrir Hjartasteinn, og Hera Hilmarsdóttir valin besta leikkonan fyrir Eiðinn. Edduna fyrir aukahlutverk fengu þau Gísli Örn Garðarsson fyrir Eiðinn og Nína Dögg Filippusdóttir fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini.

Ligeglad var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Helga Seljan. Stuttmyndin Ungar og heimildamyndin Jökullinn logar unnu Edduna hvor í sínum flokki.

Leikmyndahönnuðurin Gunnar H. Baldursson hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2017 fyrir framlag sitt til sjónvarpssögu Íslendinga.

Kynnir Eddunnar var útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm.

Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni:

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Ævar vísindamaður

BRELLUR ÁRSINS
Pétur Karlsson og Daði Einarsson – Eiðurinn


BÚNINGAR ÁRSINS
Helga Rós V. Hannam – Hjartasteinn

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS
Leitinn að upprunanum.


GERVI ÁRSINS 

Ragna Fossberg og Heimir Sverrisson – Eiðurinn


HANDRIT ÁRSINS
Guðmundur Arnar Guðmundsson – Hjartasteinn

HEIÐURSVERÐLAUN EDDUNNAR
Gunnar H. Baldursson


HEIMILDAMYND ÁRSINS
Jökullinn logar


HLJÓÐ ÁRSINS
Huldar Freyr Arnarsson – Eiðurinn


KLIPPING ÁRSINS
Anne Østerud og Janus Billeskov Jansen – Hjartasteinn


KVIKMYND ÁRSINS
Hjartasteinn


KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Sturla Brandth Grøvlen – Hjartasteinn


LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Blær Hinriksson – Hjartasteinn


LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Gísli Örn Garðarsson – Eiðurinn


LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS
Ligeglad


LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Hera Hilmarsdóttir – Eiðurinn


LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Nína Dögg Filippudóttir – Hjartasteinn


LEIKMYND ÁRSINS
Hulda Helgadóttir – Hjartasteinn


LEIKSTJÓRN ÁRSINS
Guðmundur Arnar Guðmundsson – Hjartasteinn


LÍFSSTÍLSÞÁTTUR ÁRSINS
Rætur

MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS
Með okkar augum

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS
Helgi Seljan

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS
Orðbragð

STUTTMYND ÁRSINS
Ungar

TÓNLIST ÁRSINS
Hildur Guðnadóttir – Eiðurinn

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI

Ófærð