EDDUVERÐLAUNIN 2011

by Anonymouson UncategorizedDecember 20thhas no comments yet!

Frestur til innsendinga kvikmyndaverka til Edduverðlaunanna rennur út 10. janúar 2011, kl. 17:00. Gjaldgeng eru kvikmyndaverk sem frumsýnd eru á tímabilinu 1. janúar 2010 til 31. desember 2010.

Verðlaunin verða afhent 19. febrúar 2011 í Íslensku óperunni. Tilkynnt verður um tilnefningar 3. febrúar 2011. Eddan verður í beinni útsendingu á Stöð 2.

Hverju innsendu verki skal fylgja útfyllt eyðublað sem er að finna á vefnum www.eddan.is og hér að neðan!

Innsendingarblöðum skal skilað á info@kvikmyndamidstod.is ásamt kvittun fyrir greiðslu innsendingargjalds.

Skil á verkum í Edduna verða eingöngu rafræn. Eftir að innsendingarfresti lýkur, fá ábyrgðaraðilar aðgang að vörðu svæði þar sem þeir geta hlaðið inn myndum. Hér er skjal sem lýsir því á hvaða formati innsendingar eiga að vera.

Allar nánari upplýsingar og reglur er að finna á www.eddan.is

Hér er hægt að hlaða niður fylgiblaði vegna innsendinga.

Reikningur ÍKSA vegna greiðslu innsendingargjalda er:
BANKI: 0301 – 26 – 8889, kt. 560999-2599.
SKÝRING GREIÐSLU: Heiti verks, fyrirtæki

ejs_microsoft_smalllogo